Sofðu unga ástin mín !
10.3.2014 | 15:17
Ef menn hanga inni og komast hvergi, þá er hér lítið ljóð við lagið: Sofðu unga ástin mín. Hægt að raula þetta á meðan verstu hviðurnar ganga yfir
Nú er úti veður vott,
verst á Kjalarnesi.
Við Hafnarfjallið hreint ei gott
hjólhýsi þar fauk á brott
og upp til himins hurfu Brúnn og Blesi.
Út á mel og upp við fjall
ægilegar hviður.
Í Stykkishómi stærðar kall
stóð við gamlan fiskihjall
Þeir koma eflaust aldrei aftur niður.
Alveg fékk ég upp í kok
aldrei sól og blíða?
Áðan heyrði um fjárhúsfok
svo fuku hænur upp á Ok.
Hollast mun því heimleiðis að skríða.
Spá 40-50 metrum á sekúndu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.