Banna böll í framhaldsskólum

Það eru margir stjórnendur framhaldsskóla orðnir hundleiðir á böllum. Einn sagði reyndar að það væri langbest að vera algjörlega laus við þennan ófögnuð bæði innan skóla og utan. Hann sagði að þessu fylgdi ótrúleg ónæði, ölvun og vesen.  Annar sagði að um leið og talað væri um böll þá myndaðist einhver óskilgreindur þrýstingur og væri hreinlega ekki kennsluhæft þann daginn.

Varðstjóri komst þannig að orði að fólk væri slegið blindu ef það talaði um skólaböll og héldi að slíkt fyrirbæri væri eitthvað frábrugðið venjulegum böllum. Eina ráðið virðist því að banna böll í framhaldsskólum. 


mbl.is „Allir eru sótölvaðir á böllum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að þetta yrði bannað yðri ekki bara jammað annarstaðar í staðin?

sveinn (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 20:37

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er einhver hissa á þessari þróun?

Það er nú orðið, og einhverra undarlegra hluta vegna, farið að tala um að opinberir grunnskólar á Íslandi séu uppeldisstofnanir, en ekki menntastofnanir?

Þessar svokölluðu grunnskóla-uppeldisstofnanir eru markvisst að taka uppeldishlutverkið af foreldrum, sem er mjög alvarleg þróun.

Þegar börn/unglingar fara í framhaldsskóla, þá er oft búið, (í gegnum uppeldisstofnana-grunnskólana), að skapa gjá milli barna og foreldra, og taka uppeldishlutverkið af foreldrum. Ábyrgðin á víst samt áfram að vera alfarið á ábyrgð foreldranna, á ábyrgðarlausu og miðstýrðu uppeldishlutverki grunnskólanna!

Þetta er bara ábyrgðarlaust grunnskóla-stjórnsýslurugl, sem brýtur á réttindum barna til uppeldishlutverks þeirra eigin foreldra!

Það er tímabært að stöðva þessa ó-ábyrgu stjórnsýslu-ruglstefnu!

Þegar börnum er kennt það upp í gegnum grunnskólaárin, að uppeldisreglur grunnskólanna séu æðri uppeldisreglum foreldra, þá hefur enginn vald né stjórn á ábyrgri framvindu. Framvindu, sem sköpuð er af ofríki, og ruglingslegri, óábyrgri og opinberri stefnu skólayfirvalda.

Ábyrgðarleysi skólayfirvalda (ríkisstjórnsýslunnar), er einu orði sagt: hrópandi ó-réttlæti gegn uppeldis/samskipta-réttindum barna/foreldra! Foreldrar eiga undir öllum eðlilegum kringumstæðum að ráða uppeldi sinna barna, og bera ábyrgð á uppeldinu.

Skólastofnanir eiga einungis að sjá um kennslu, en ekki uppeldi. Enda bera skólar enga ábyrgð á uppeldi barna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.3.2014 kl. 21:14

3 Smámynd: Riddarinn

Anna sigríður Guðmundsdóttir. þú gleymir að huga að einu, því miður eru margir foreldrar einfaldlega ekki ábyrgir foreldrar né góðir foreldrar eða kunna að ala upp börnin sín með þeirra haf fyrir brjósti.

Margir foreldrar hafa einfaldlega aldrei fengið gott uppeldi sjálfir eða bara sinnulausir og kærulausir svo hvernig eiga þeir að geta alið upp aðra einstaklinga þannig að vel takist til? 

Riddarinn , 13.3.2014 kl. 00:31

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Riddarinn. Það er ekki hlutverk skólanna að sinna því, ef foreldrar ráða ekki við uppeldið. Hlutverk skólanna er einungis að sjá um menntun, en ekki uppeldi.

Það er mikilvægt að gera greinarmun á uppeldishlutverki og kennsluhlutverki.

Ég gleymi engu í þessu sambandi, heldur er ég að benda á brenglunina í skólayfirvalda-kerfinu.

Kennarar eru heldur ekki með heilbrigðismenntun af nokkru tagi, þó það séu gerðar kröfur til þeirra, að sinna heilbrigðismati á nemendum. Það er að sjálfsögðu ólíðandi fyrir nemendur og foreldra, og ekki síst kennarana sjálfa, sem ekki hafa nokkra einustu heilbrigðismenntun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.3.2014 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband