Svefngenglar með síma!
14.3.2014 | 18:07
Hvar sem maður kemur ræða kennarar og aðrir uppalendur um allt þetta snjalldót og vandann, sem það skapar. Þegar viðkomandi uppalandi hefur kíkt í símann sinn þá segir hann manni að þessi vandi sé svo stórkostlegur hjá börnum og unglingum að eitthvað þurfi að gera strax. Að svo mæltu kíkir uppalandinn á símann sinn smástund.
Staðreyndin er sú eins og allir vita að fólk er oft ráfandi eins og svefngenglar starandi á upplýstan skjá algjörlega út úr heiminum. Það er stórkostlegt að einhver hafi nú riðið á vaðið og hreinlega bannað þetta dót í keppnisferðum. Mikið væri gott ef skólar gripu tækfærið og segðu: Hingað og ekki lengra.
Banna alla síma í keppnisferðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.