Íslensk blöð eiga mikinn heiður skilinn!

Fyrir nokkrum árum varð þvílík breyting í íslenskri blaðamennsku að því verður ekki með orðum lýst. Ég man þegar Fréttatíminn hóf göngu sína og þar var rætt við venjulegt fólk. Fyrst og síðast var rætt við fólk sem hafði barist við allskyns erfiðleika. Síðan liðu mánuðir og allt í einu breyttist gamalgróin lesbók Morgunblaðsins og varð að Sunnudagsblaði, þar sem sama lögmál ræður ríkjum.

Þessi breyting er ólýsanlega mikilvæg. Innst inni langar svo marga að segja sögu sína, ef hún kynni að hjálpa öðrum sem glíma við það sama. Það ber að þakka þann vettvang, sem nú hefur opnast.

Gangi þér vel Ingólfur! 


mbl.is Glímir við kvíðaröskun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er maður sem maður ber virðingu fyrir. Kvíðin er viðbjóður og erfit við hann að eiga það þekkjum við mörg..

óli (IP-tala skráð) 22.3.2014 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband