Súrmjólk í hádeginu cheerios á kvöldin

Miðað við þessa frétt hér þá hefur mataræði landans breyst mjög til hins verra á síðari árum. Það muna allir eftir ljóðinu um  súrmjólk sem var á borðum í hádeginu ásamt cheeriosi á kvöldin.

Samkvæmt þessari frétt hér hefur allt farið mjög á verri veg og vissar fjölskyldur éta hamborgara að kveldi og klára afganginn að morgni. Eins gott að til eru menn, sem fylgjast með og berjast á móti svona háttalagi. Nú fæ ég loks skilið af hverju þjóðin hefur breyst eins og brýrnar frá því að vera einbreið yfir í tvíbreiða.


mbl.is Hélt dagbók um nemanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst samt spurning hvort fjölskyldan er ekki bara nýtin? Í gærkvöldi fórum við hjónin á veitingastað og pizzan var aðeins of stór. Áður en ég fór í vinnuna greip ég mér því pizzusneið í morgunmat, því morgunkornið skemmist ekki en pizzan væri orðin ónýt í kvöld. Maður hendir ekki mat - sérstaklega góðu gúmmelaði eins og hamborgara eða pizzu (-:

Bragi (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband