Ekkert sagt af viti á fundi eldri borgara
15.4.2014 | 07:52
Já, það var vissulega fundur hér í félaginu sagði Tóta og gamla fólkið kom með allskyns tillögur. Ég sagði því hins vegar að hér mætti ekki samþykkja neina tillögu, það væri eingöngu leyft að vísa þeim til stjórnar annars gæti allt farið í tóma vitleysu. Hugsið ykkur, sagði Tóta, hér er auðvitað algjört lýðræði, með svona öryggisventli.
Nú svo kom fram tillaga um vantraust á okkur. - Já, fáránlegt ekki satt, vantraust á okkur, sagði Tóta og eldroðnaði af vandlætingu. Auðvitað neitaði fundarstjóri að taka fyrir svona heimskulega tillögu. Ég sé ekki að neitt sé að hjá okkur, sagði Tóta og glotti við tönn.
Þetta var stormur í vatnsglasi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.