Kemur hermannaflugan með hermannaveikina?

Hvað er eiginlega í gangi. Á meðan menn hatast við það eins og heitan eldinn, þegar pöddur eru að nema land af eigin frumkvæði eins og geitungar, þá eru menn að leika sér á því að taka sénsa með að flytja önnur kvikindi til landsins. Hvaða erindi á þessi hermannafluga hingað til okkar? - Að vísu skulum við vona að hún flytji ekki með sér neina óværu aðra en sjálfa sig. Skyldi einhver álíta að sé henni sleppt á Vestfjörðum þá haldi hún sig þar.

Best að bæta því við að mér er meinilla við að menn séu að koma upp býflugnabúum hér og þar og leyfa þessu sem ég hef alltaf kallað randaflugur að bætast í hóp þeirra kvikinda sem fyrir eru. 


mbl.is Lirfur látnar éta lífræna úrganginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hermannaveiki stafar af bakteríunni legionella sem grasserar aðalega i heitari löndum t.d. í suður Evrópu og lifir best i vatni 20-45 gráðu heitu. Veikin hefur einnig komið upp vegna óhreinsaðra loftræstikerfa meðal annars á sjúkrahúsum. i stuttu máli hermannaveikin og hermannaflugan hafa ekkert sameiginlegt

Haraldur (IP-tala skráð) 30.4.2014 kl. 11:01

2 identicon

Svarta hermannaflugan þrífst einungis í hitabelti jarðar og lifir því ekki við hitastig undir 15-20 gráðum. Um er að ræða ræktun sem fram fer innandyra í vernduðu umhverfi. Einnig hefur flugan hvorki munn né sting og flytur því ekki sjúkdóma.

Birgir (IP-tala skráð) 30.4.2014 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband