Hvað gerum við með Eyvindarána

Austur á Héraði er á sem heitir Eyvindará. Um leið og það kemur góður sólardagur fyrir austan þá senda fréttaritarar frá sér pistil þar sem segir að nú séu börn og unglingar að stökkva út í Eyvindarána og það sé órækt merki um að sumarið sé komið. Víða má finna myndir og texta þar sem sagt er að þetta sé gamalgróinn siður. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að krakkarnir ættu ekki að nota Gullinbrúna sem stökkpall heldur finna sér hættuminni stað, ef svona stökk freistar þeirra á annað borð. Ég held semsagt að þetta verði ekkert endilega stöðvað, en kannski má hafa örlítið vit fyrir þeim.

Svona er þetta fyrir austan
mbl.is Börn stökkva fram af Gullinbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband