Útvarpið kom út úr skápnum

Það var mikil gleði heima hjá Veru Viggósdóttur þegar útvarpið kom út úr skápnum. Já, ég er svo sannarlega hýr sagði þessi yndislega kona, sem hefur barist fyrir því að fá Guðna Má aftur í útvarpið. Ég er meira að segja að hugsa um að bjóða honum hingað vestur til Tálknadýrafjarðar sagði hún létt í lund. Ég er byrjuð að baka kleinur og svo verða flatkökur með rauðmaga og rúgbrauð með reyktum silungi, fyrir utan súra selshreifa og smávegis afgang af hrútspungum.

Ekkert er of  gott fyrir Guðna Má sagði hún og hækkaði í tækinu svo rödd Gylfa Ægissonar barst um allt plássið þar sem hann söng hið gullfallega lag: Sjúddirarirei. 


mbl.is Næturvaktin aftur í loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband