Yndislegt nafn og Atlavík

Í seinni tíð hef ég spáð meira í mannanöfn en áður. Norður í Skálholtsvík hitti ég fyrir konu sem heitir Ylfa. Ég hef aðeins einu sinni hitt stúlku með því nafni, en einhvern veginn heillaðist ég af því. Nú svo finnst mér Tinna alveg einstakt og ekki verra ef Dögg fylgir á eftir. Hér í þessum pistli steinhætti ég að spá í veðrið þar eð tjaldvörðurinn heitir Myrra Mjöll.

Svo ég haldi áfram þá hitti ég nokkrar Liljur fyrir norðan og þær voru allar einstök ljúfmenni og vildu allt fyrir mig gera. Kannski er það bara vegna þess að ég á barnabarn, sem heitir Lilja Rós að ég vil endilega bæta fleiri blómanöfnum í þennan hóp eins og Rósu og Fjólu.

En auðvitað má ekki gleyma að með einu lagi varð Atlavík að eins konar fyrirheitnum stað  og alla dreymdi um að koma þangað. Hver man ekki þetta ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Liggur við að ég fari upp á háaloft að leita að gamla gula tjaldinu.

Í Hallormsstaðaskógi
er angan engu lík.
Og dögg á grasi glóir
sem gull í Atlavík.
Og fljótsins svanir sveipast
í sólarlagsins eld.
Og hlæjandi, syngjandi,
frelsinu fagnandi,
fylgdumst við burtu það kveld.


mbl.is Sótt í sól og sungið og trallað í Atlavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband