Logandi standa í langri röð

Ómar Ragnarsson vitnaði í morgun í hið þekkta kvæði Jóns Helgasonar, Áfanga.

Þar er einmitt sagt frá hinni löngu sprungu þar sem gígarnir standa í röð og lýsa líkt og kerti í næturmyrkrinu. Í kvæði Jóns kveður þó við annan tón, því hann er að lýsa gosi í Lakagígum. Ómar segir hins vegar að þetta sé fallegt að sjá úr lofti og engan óróa var að finna í honum sjálfum. Vonandi gengur þessum einstaka unnanda íslenskrar náttúru vel, en hann frestaði læknisaðgerð um daginn til að vera á tánum.

Íslensk náttúra stendur í mikilli þakkarskuld við Ómar fyrir alla þættina hans um Ísland og einstaka baráttu uppi á hálendinu og í Gálgahrauni.

Takk Ómar Ragnarsson 


mbl.is Almannavarnastig á neyðarstig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband