Hanna Birna, það er nú eða aldrei
29.8.2014 | 20:11
Ég hef varið þig og mun verja þig fram í rauðan dauðann, því mér finnst þú vera lögð í einelti. Hins vegar þarft þú að láta kjaft mæta klóm. Þetta er hreint og klárt innanríkismál. Færeyingar og Íslendingar hafa alltaf verið eins og ein þjóð, vinir og félagar. Láttu nú heyra í þér. Ekki hika við að tala við utanríkisráðherra, ef þér finnst ástæða til þess. Ekki láta neinn bilbug á þér finna.
Ögmundur hefði rokið af stað og afgreitt þetta mál í einum grænum. Vertu maður en ekki mús. Öll þjóðin mun fagna, ef þú stendur nú upp og framkvæmir í stað þess að eyða púðri í að verjast ásókn skrattakolla, sem eingöngu ráðast á þann sem liggur flatur.
Skammast mín að vera Íslendingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður!
eyjolfur (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 21:06
Þetta snýst ekki um makrílinn. Þetta snýst um framkomu þeirra í garð Pamelu Anderson. Var hún ekki búin að þola nóg frá Tommy Lee?
Heldri borgari (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.