Færsluflokkur: Lífstíll
Vilja misþyrma dætrum sínum og eiginkonum.
28.7.2014 | 19:02
Islamistar í Mosul í Norður-Írak hafa sett kristnu fólki afarkosti. Margir þessara aðila hafa tekið þann kostinn að flýja burtu enda standa þeir ella frammi fyrir því að taka Islamstrú, borga sérstakt gjald eða vera drepnir ella.
Dætur þessara manna og eiginkonur eiga hins vegar enga möguleika á að sleppa undan þeim hryllingi sem þessir öfgamenn hafa boðað. Vart er hægt að hugsa sér ömurlegri örlög og við verðum að fara að átta okkur á því hversu hrikalegt vald karlarnir þarna taka sér.
![]() |
Frakkar bjóða kristnum Írökum hæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lætur ebólaveiran ferðamenn í friði.
28.7.2014 | 15:09
1. Staðreynd: Eins og menn vita þá er ebólaveiran svo skæð að níu af hverjum tíu sem smitast þeir deyja.
2. Staðreynd: Faraldurinn sem nú breiðist yfir heimsálfuna Afríku er talinn sá versti í sögunni.
3. Staðreynd: Að minnsta kosti 660 manns hafa dáið úr ebólu í fjórum Afríkuríkjum að undanförnu, en samkvæmt WHO er afar ólíklegt að hinn almenni ferðamaður smitist.
Hefur enginn þessara aðila hjá WHO hugsað út í það sem getur gerst, ef bara einn einasti ferðamaður veikist og kemur veikur til síns heimalands.
![]() |
Þurfa ekkert að óttast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sannur sjálfboðaliði þarf enga umbun
28.7.2014 | 14:18
Hver í ósköpunum fékk þá flugu í höfuðið að sjálfboðaliðar þyrftu einhverja ákveðna umbun. Í fyrra voru þeir óskaplega margir sem hlupu fyrstir til að fá tjaldstæði og manni var sagt að svo og svo margir virtust skrá sig vegna eiginhagsmuna þ.e.a.s. til að fá tjaldstæði en ekki af einhverri brennandi löngun til að gera gagn. Slíkt fólk er ekki sjálfboðaliðar í hjarta sínu.
Sjálfboðaliði er eins og maður í björgunarsveit, sem skráir sig í þeirri von að fyrr eða síðar geti þátttaka hans skilið milli lífs og dauða fyrir þann sem hefur farið villur vegar.
Sjálfboðaliði og eiginhagsmunapotari eiga enga samleið. Í guðanna bænum hættið þessari vitleysu og sjáið hversu margir sannir sjálfboðaliðar skrá sig.
![]() |
Rigning og vindur á þjóðhátíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óskiljanleg grimmd
27.7.2014 | 13:55
Það er eins og grimmdarseggir jarðarinnar séu sífellt að verða grimmari. Í rauninni er alveg fáránlegt að við skulum vera komin á þessa kúlu og þar geti menn ekki unað í friði og spekt heldur þurfi sífellt að koma upp flokkar sem hundelta aðra og hika ekki við að taka þá af lífi.
Meira að segja í Noregi eru menn nú dauðhræddir um að einhver öfgasamtök ætli að láta til sín taka. Eins og svo oft áður getur maður spurt: Hvar endar þetta? og auðvitað er EKKERT SVAR.
![]() |
Talíbanar drepa fimmtán manns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og þetta viljum við!
26.7.2014 | 12:16
Hugsið ykkur stöðuna. Vestræn lönd hafa af einskærri góðmennsku leyft fólki að setjast þar að. Þeir trúa því í barnaskap sínum að Islamistar muni þakka fyrir þessa góðmennsku og taka upp okkar vestrænu gildi. En það er aldeilis ekki svo. Lesið bara um vanda Norðmanna. Ungir afkomendur innflytjenda (sem nú eru Norðmenn) hafa farið og barist erlendis og nú hyggjast þeir gera hervirki í því landi sem reyndist þeim svo vel.
Já, og í Noregi hafa einmitt stjórnmálamenn verið það sem sumir kalla óskaplega "liberal"
Þjóðir geta barist gegn utanaðkomandi ógn, en hugsið ykkur stöðuna þegar ógnin og illskan kemur frá eigin borgurum.
![]() |
Ekki ástæða til að vara við ferðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allt er þegar þrennt er
23.7.2014 | 16:30
Fyrst var það blár lax, svo rann heil fjallshlíð fram við Öskju. Hvort tveggja virðist ekki eiga sér hliðstæðu svo menn muni. Að vísu eru merki um svona framskrið fyrir norðan frá því löngu fyrir landnám, man ekki alveg hvað staðurinn heitir.
En þjóðtrúin segir að komi eitthvað óvanalegt fyrir mann tvisvar þá sé nánast öruggt að það gerist einu sinni enn. Dæmi eru um að menn verði mjög fegnir þegar þriðja tilvikið er komið, því sá maður er ekki til sem trúir því að það gerist í fjórða sinn.
Svona er hjátrúin skemmtileg og nú er bara að sjá hvað verður númer 3. Varla bleikur fíll, en eins og danskurinn segir: Hvað ved jeg.
![]() |
Bráðabani að fara niður að vatninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur.
23.7.2014 | 08:06
Það skal fúslega viðurkennt að þessi færsla er sett hér til að gera góðlátlegt grín að vísindamönnum. Varla var blái laxinn kominn á land þegar vísindamaður taldi sig með það nokkuð á hreinu af hverju hann væri blár, þótt hann viðurkenndi að hann hefði aldrei heyrt af svona fyrirbæri áður.
Sama á nú við um Öskjuvatn og nágrenni. Engin dæmi eru um svona náttúruhamfarir, en strax hefur heyrst í vísindamönnum, sem eru með þetta nokkuð á hreinu.
Menn virðast telja það til minnkunar að hafa ekki svar við öllu: Uppáhaldspersóna mín í bókmenntum leysti þetta á einfaldan hátt og sagði: Ég er bara bangsi með mjög lítið vit.
![]() |
Stór skriða féll í Öskjuvatn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég veit af hverju það stafar sem aldrei hefur gerst áður.
21.7.2014 | 20:05
Já, ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt um svona lit á laxi, en veit samt af hverju þetta stafar. Semsagt þarna er hreinlega um vansköpun að ræða og hananú. Þetta þarf ekki að vera flókið.
Þetta er ekki arfgengur galli, það þori ég að fullyrða, þótt ekkert annað dæmi sé um þetta og þar af leiðandi engar rannsóknir til. Rannsóknir eru bara til trafala og langbest að birta niðurstöðuna án rannsókna. Eins og ég sagði áðan: Þetta þarf ekki að vera flókið.
Vona bara að enginn verði svo vitlaus að spyrja: En af hverju kemur slík vansköpun upp, þá yrði ég kannski kjaftstopp smástund, en tæpast lengi
![]() |
Bláa laxinn vantar hormón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig veiðir maður bláan lax?
21.7.2014 | 16:32

Í gamla daga var Ómar Ragnarsson með þennan fílabrandara:
Hvernig skýtur maður bláan fíl. Svar: Með blárri fílabyssu.
Hvernig skýtur maður hvítan fíl. Allir sögðu: Með hvítri fílabyssu.
Þá sagði Ómar: Nei, maður tekur utan um hálsinn á hvíta fílnum þangað til hann er orðinn blár og þá notar maður bláu fílabyssuna.
En að öllu gríni slepptu. Er þetta ekki nákvæmlega það sem við höfum gert. Við höfum tekið náttúruna slíku heljartaki að fyrr eða síðar hlaut maður að sjá það í einhverju stökki, sem enginn fær skilið. Fyrstu viðbrögð sérfræðings við bláa laxinum voru þau að þetta væri mjög óvanalegt. Hann hreinlega fékk sig ekki til að segja að þetta væri einstætt í heiminum.
Sjáið til dæmis hvernig Orkuveitan hefur leikið landið þar sem eitt sinn stóðu skíðaskálar ÍR, Vals og Víkings
![]() |
Blái laxinn veiddur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yndislegt nafn og Atlavík
21.7.2014 | 10:07
Í seinni tíð hef ég spáð meira í mannanöfn en áður. Norður í Skálholtsvík hitti ég fyrir konu sem heitir Ylfa. Ég hef aðeins einu sinni hitt stúlku með því nafni, en einhvern veginn heillaðist ég af því. Nú svo finnst mér Tinna alveg einstakt og ekki verra ef Dögg fylgir á eftir. Hér í þessum pistli steinhætti ég að spá í veðrið þar eð tjaldvörðurinn heitir Myrra Mjöll.
Svo ég haldi áfram þá hitti ég nokkrar Liljur fyrir norðan og þær voru allar einstök ljúfmenni og vildu allt fyrir mig gera. Kannski er það bara vegna þess að ég á barnabarn, sem heitir Lilja Rós að ég vil endilega bæta fleiri blómanöfnum í þennan hóp eins og Rósu og Fjólu.
En auðvitað má ekki gleyma að með einu lagi varð Atlavík að eins konar fyrirheitnum stað og alla dreymdi um að koma þangað. Hver man ekki þetta ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Liggur við að ég fari upp á háaloft að leita að gamla gula tjaldinu.
Í Hallormsstaðaskógi
er angan engu lík.
Og dögg á grasi glóir
sem gull í Atlavík.
Og fljótsins svanir sveipast
í sólarlagsins eld.
Og hlæjandi, syngjandi,
frelsinu fagnandi,
fylgdumst við burtu það kveld.
![]() |
Sótt í sól og sungið og trallað í Atlavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)