Djúpsprengja eða kínverji!

Starfsmenn Umhverfisráðuneytis hljóta að vera ungir að árum. Orðaforðinn er lítill og sé minnst á sprengju þá þykir öruggast að nota eina orðið sem maður kann yfir slíkt. Þannig er ekki gerður minnsti greinarmunur á kínverja og djúpsprengju.

Menn frá Gæslunni glotta út í annað og segja að þetta sé smábomba og enginn kannast við að hafa nokkru sinni minnst á djúpsprengju hvað þá að hann hafi samið tilkynningu um umferðarbann svo fólk, bílar og bátar yrðu ekki fyrir tjóni.

 Svo er stærsta og glæsilegasta varðskipið notað við þessar stórhættulegu aðgerðir.-  
Nú væri gaman að heyra í Svandísi Svavarsdóttur.


mbl.is Byrjað að sprengja í Kolgrafafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, hér er margt athyglivert í gangi.

Það eru ekki til neinar rannsóknarniðurstöður, sem segja að saklausar Kínverjasprengjur í vatni virki sem fælingarmáttur á síld.

Saklausar kínverjasprengjur í vatni skapa ekki hættu fyrir umferð í landi.

Og að gera út einhverja klíku-sérvalda fiskibáta til að taka við síldinni þegar hún er væntanleg út úr firðinum, segir allt sem segja þarf um hverjar væntingar "saklausu" kínverja-sprenginganna eru. Þetta liggur í augum uppi (eða alla vega auga þeirra sem sjá), að hér er verið að framkvæma alvarleg, glæpsamleg og hættuleg brot, sem kallast á góðri íslensku; glæpsamlegar sjóræningjaveiðar mafíunnar samviskulausu, sem fara ómannúðlega illa með síldina og fleiri.

En við almenningur getum einungis beðið almættið algóða um að stoppa brjálæðingana hjá yfirstjórn landhelgisgæslunnar/fiskistofu. Lengra nær vald mannlegra og réttlátra ekki. Almættið algóða er hins vegar eina réttláta alvaldið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.11.2013 kl. 17:54

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta var kínverji - nokkuð öflugur kínverji, en samt bara kínverji.

Og það eru til fyrirbyggjandi aðferðir. Þeir hefði getað spjallað við loðnuveiðimenn og fengið að vita eitt eða tvö trix til að fæla síldina frá því að fara inn í fjörðinn.

Slíkt hefði aldrei kostað nema svona 20 milljónir, mest, sem ég fæ ekki betur séð en að sé vel sloppið.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.11.2013 kl. 18:34

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Manni verður óneitanlega hugsað til þess, ef öðrum eins mannskap og kostnaði hefði nú verið varið til þess að hjálpa sjómönnum þessara minni fiskibáta, til þess að veiða síldina eins og mögulegt væri og hjálpa jafnframt til við flutninga til vinnslustaða, í stað þessa "brottreksturs" á síldinni úr firðinum, með gífurlegum kostnaði af hálfu ríkisins, - það er skattborgaranna.

Hvort hefði verið skynsamlegra ?

Tryggvi Helgason, 28.11.2013 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband