Þvottahúsið baðst einnig afsökunar!

Nú í eftirmiðdaginn barst mér svohljóðandi tilkynning!

Regla sem verkstjóri setti um röðun sængurfatnaðar í þvottahúsinu var sett án minnar vitundar. Eins og allir vita þá var ég í fæðingarorlofi, þegar þessi regla var sett og auk þess staddur erlendis utan þjónustusvæðis.
Er hér með beðist afsöknar á því að téður verkstjóri skuli hafa sett reglu, sem gæti bent til að hér í þvottahúsinu sé kynbundin verkaskipting.

Auk þess viljum við geta þess að athugasemd á facebook um að við skiluðum þvottinum skítugri en við tækjum við honum hefur haft slæm áhrif. Engu að síður erum við tilbúnir að veita þér bestu meðmæli við önnur fyrirtæki, ekki síst erlendis.

Sjá fyrri færslu  


mbl.is Sambíóin biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þetta er það lélegasta sem maður hefur séð, klína óþverranum á vaktstjóragrey sem er örugglega ekki til. Að sjálfsögðu voru stelpurnar reknar fyrir að gagnrýna þennan gjörsamlega óhæfa framkvæmdastjóra. Erfðir gera fólk ekki að hæfum stjórnendum eins og best sést einmitt í þessu máli. Og svona að gefnu tilefni ....páfagaukurinn minn bað mig afsökunar á því að kötturinn minn hafi étið gullfiskinn minn og þar með brotið grundvallarreglur sem páfagaukurinn setti án minnar vitundar á meðan ég fór að hengja út þvottinn og sækja konuna í vinnuna.

corvus corax, 6.5.2014 kl. 21:34

2 identicon

Pabbi beið mjög lengi eftir afsökun frá mömmu fyrir það að ég skuli hafa komið undir án hans vitundar þangað til það kom í ljós, að það var hún sem vissi ekki af því. Þannig að hverjir foreldrar mínir eru, er mér því enn hulin ráðgáta.

En næst þegar ég fer í Sambíóin ætla ég að heimta að strákur afgreiði mig í sjoppunni og að stelpa fleygi mér út, líkamlega. Ef það gerist ekki, þá eru þessi orð framkvæmdarstjórans um kynjajafnrétti bara orðin tóm.

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.5.2014 kl. 22:05

3 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Gleði mín er mikil yfir því að sjá þig aftur á vettvangi corvus corax og þín athugasemd Pétur er einnig ómetanleg

Mér hefur alltaf þótt það aumlegt, þegar menn rembast við að finna blóraböggla, en ættu sjálfir að eigin mati að fara í dýrlingatölu.

ÞJÓÐARSÁLIN, 7.5.2014 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband