Vonandi gáfulegra en djúpsprengjan
28.11.2013 | 08:01
Það fer svolítið um mann þessa dagana. Menn sem leyfa það að djúpsprengjur séu notaðar til að tékka á því hvort síldin sé heyrnarlaus, þeir hljóta að vera öðruvísi en fólk er flest. Ekki veit ég t.d. betur en að maður sem veiddi lax með þessum hætti í Brynjudalsá, honum hafi verið stungið inn samstundis. Það væri nú þokkalegt, ef ríkislögreglustjóra væri stungið inn, enda mun hann í öryggisskyni hafa gefið út yfirlýsingu um að hann eigi ekki hugmyndina.
Nú kemur fréttin um lausn skuldavandans eins og hver önnur sprengja inn á borð okkar. Vonandi springur þessi lausn ekki í andlitið á höfundum hennar. Hins vegar skal ég viðurkenna að ég skil ekki enn þennan hrærigraut, sem er borinn á borð, en vonandi smakkast hann vel.
Nærri 130 milljarða lækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.