Óhæfir í sérstök sambýli settir í blokk!
4.12.2013 | 13:06
Í Starengi í Grafarvogi er sérstakt sambýli fyrir geðfatlaða. Þar er vakt allan daginn og í byrjun voru allavega tveir á næturvakt, þótt íbúar séu bara 5. Þessir starfsmenn aðstoða við aðhlynningu, matargerð og fara með meðul til íbúa. Þar er semsagt hjálp í boði 24 tíma á sólarhring.
Í raun sýnir þetta hvað það var talið mikilvægt að vel væri hugsað um íbúana. Svo heyrist mér að ákveðinn maður hafi hreint ekki þótt passa þarna inn og þá er hann bara settur í venjulega blokk í Árbænum þar sem býr fullt af ungu barnafólki. Allt í einu þarf enginn að sjá um hann á daginn og enginn er á næturvakt. Þetta er slík klikkun að það tekur engu tali.
Húsið í Starenginu er eitt og sér rétt við bensínstöðina og engir aðrir íbúar í því húsi. Það vissi það því hver einasti starfsmaður þar að þessi aðili var fárveikur.
Rekja uppruna byssunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta lykilorð nota ég!
2.12.2013 | 21:52
Þar sem lykilorð hafa hvort eð er lekið á netið þá skal ég fúslega viðurkenna að ég hef alltof lengi notað sömu 2 lykilorðin. Samt var ég kerfisstjóri í mörg ár og ráðlagði fólki auðvitað að skipta við og við um lykilorð. Ég var semsé eins og vegprestur. Ég vísaði veginn en fór hann ekki.
Hér skal því upplýst að lykilorð mitt var: manekki. Nú ef ég var píndur til að skipta þá fór ég í dönskuna: huskerikke og reyndi svo að komast til baka í manekki þar til tölvurnar fóru að segja að þetta lykilorð hefði ég nú notað áður. En nú megið þið nota þetta lykilorð mín vegna þar eð ég hef tekið upp lykilorðið Ilovevodafone
Mikilvægt að margnýta ekki lykilorð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svona átti saga Hemma ekkert erindi á prent!
29.11.2013 | 08:12
Ég er enn að velta fyrir mér þessari dularfullu fyrirsögn. Satt að segja var ég að vona að það hefðu komið fram hatrömm mótmæli gegn því að bókin væri seld með þessum viðaukum.
Þarna sagði strákurinn (hann er og verður strákur í mínum huga) einlæglega frá sínu lífi eins og hann sá það (er það ekki þannig sem ævisögur eru ritaðar). Svo þegar hann er dáinn fara menn að hamast við að finna hvar hann hafi nú fegrað sinn hlut. Svo kemur eftirmáli þar sem vandlega er farið ofan í það hvar Hemmi hafi nú ekki sagt satt. Af hverju mátti almenningur ekki bara sjá hann og muna eins og hann kom þeim fyrir sjónir og eins og hann sagði sjálfur frá.
Nei, svona átti þetta aldrei erindi á prent.
Á ekkert erindi á prent! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Djúpsprengja eða kínverji!
28.11.2013 | 15:58
Starfsmenn Umhverfisráðuneytis hljóta að vera ungir að árum. Orðaforðinn er lítill og sé minnst á sprengju þá þykir öruggast að nota eina orðið sem maður kann yfir slíkt. Þannig er ekki gerður minnsti greinarmunur á kínverja og djúpsprengju.
Menn frá Gæslunni glotta út í annað og segja að þetta sé smábomba og enginn kannast við að hafa nokkru sinni minnst á djúpsprengju hvað þá að hann hafi samið tilkynningu um umferðarbann svo fólk, bílar og bátar yrðu ekki fyrir tjóni.
Svo er stærsta og glæsilegasta varðskipið notað við þessar stórhættulegu aðgerðir.-
Nú væri gaman að heyra í Svandísi Svavarsdóttur.
Byrjað að sprengja í Kolgrafafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vonandi gáfulegra en djúpsprengjan
28.11.2013 | 08:01
Það fer svolítið um mann þessa dagana. Menn sem leyfa það að djúpsprengjur séu notaðar til að tékka á því hvort síldin sé heyrnarlaus, þeir hljóta að vera öðruvísi en fólk er flest. Ekki veit ég t.d. betur en að maður sem veiddi lax með þessum hætti í Brynjudalsá, honum hafi verið stungið inn samstundis. Það væri nú þokkalegt, ef ríkislögreglustjóra væri stungið inn, enda mun hann í öryggisskyni hafa gefið út yfirlýsingu um að hann eigi ekki hugmyndina.
Nú kemur fréttin um lausn skuldavandans eins og hver önnur sprengja inn á borð okkar. Vonandi springur þessi lausn ekki í andlitið á höfundum hennar. Hins vegar skal ég viðurkenna að ég skil ekki enn þennan hrærigraut, sem er borinn á borð, en vonandi smakkast hann vel.
Nærri 130 milljarða lækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er 1. apríl?
27.11.2013 | 15:33
Nú ekki veit ég hvað verður gert, ef það tekst að þoka síldinni út fyrir brúna. Bíða þá stóru bátarnir þar og veiða hana í snatri. Nú ef ekki þá er ekki víst að nokkur maður hafi sagt síldinni að hún megi ekki synda til baka. Það væri fróðlegt að fylgjast með þegar æðstu menn gæslunnar og ríkislögreglustjóra æpa: Hún er að koma aftur, meiri djúpsprengjur.
Sprengja í Kolgrafafirði á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég fer ekki aftur í 52 m/s
26.11.2013 | 09:20
Nú segir veðurstofan 35-40 m/s í hviðum. Það liggur við að maður segi bara ISS. Við sem álpuðumst undir Hafnarfjall um daginn í 52 vitum nú nákvæmlega hvað það þýðir.
Á meðal þeirra síðustu áður en veginum var lokað var ég á frekar léttum bíl og svo nokkrir á landcruiser og Nissan Patrol. Ætli það hafi ekki munað svona tonni á farartækjum okkar. Verð að viðurkenna að ég öfundaði þá á meðan við vorum að læðast þetta leið.
Ég veit núna að þetta var bilun eins og Magnús (Laddi) sagði forðum. Annars bjargast maður furðu lengi, ef það er ekki hálka, en ef ég hefði lent í hálku ásamt þessu roki undir Hafnarfjalli þá væri bíllinn sennilega enn langt úti í móa. Það er því vert að biðja menn að gæta sín á því veðri sem spáð er og forðast að taka mig til fyrirmyndar.
Búast við 35-40 m/s í hviðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hallar verulega á karla
24.11.2013 | 18:07
Það er mjög tímabært að fjalla hér um það hvað hallar á karla á mörgum sviðum. Auðvitað er það hrikalegt hvernig konur hafa lagt undir sig ákveðin störf þannig að karlar eiga nánast enga möguleika.
Við getum byrjað á kennarastarfinu, en þar eru konur að verða einráðar bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Síðasta vígið voru stöður yfirmanna við skólana, en þær hafa jafnvel lagt þau störf undir sig líka. Sama má segja um störf lækna. Maður gat svosem sætt sig við að þær væru einráðar í hjúkrun, en læknar...... Varla getur maður farið í kirkju án þess að fá kvíðakast yfir því að presturinn sé kannski kona. Samt birtast sífellt fréttir um að það halli á konur. Hvers eiga karlar að gjalda?
Hallar verulega á konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ótrúlegir snillingar!
15.11.2013 | 21:25
Það sýnir einstaka snilld að takast að halda jöfnu, þótt okkar frábæri leikmaður hann Kolbeinn slasaðist (reyndar undir lok fyrri hálfleiks). Að missa síðan Ólaf af velli og standa engu að síður uppi í hárinu á Króötum er bara kraftaverk. Ég vil nota tækifærið og flytja Kolbeini einlægar þakkir fyrir það hvað hann leggur sig alltaf fram í landsleikjum og vona að hann nái skjótum bata.
Kolbeinn með slitin liðbönd? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Minn eiginn Hemmi Gunn!
15.11.2013 | 15:20
Kannski eru fáir mér sammála, en ég hefði gjarnan viljað að bókin væri um þann Hemma Gunn, sem þjóðin þekkti. Hemmi var í raun listamaður. Það eru örlög flestra listamanna að þegar þeir eru komnir af sviðinu þá ætlar einmanaleikinn þá lifandi að drepa og margir reyna að deyfa sársaukann með víni eða öðrum vímugjöfum.
Við sem njótum þess að sjá listamenn á sviðinu við yljum okkur við þær minningar, en viljum ekkert endilega vita hvort listamaðurinn dettur í það um leið og tjaldið fellur.
Þótt mörgum finnist þetta það eina rétta þá minni ég á að oft má satt kyrrt liggja.
Tindrandi útgáfuboð Hemma Gunn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
En blóðbankinn sendir mig til baka!
14.11.2013 | 18:05
Ég hafði gefið blóð rúmlega 50 sinnum og fæ alls ekki skilið hvað er eiginlega að því að ég gefi blóð áfram þótt þrýstingur sé kannski 95:160.
Hér áður fyrr þótti þetta allt í lagi og engum varð meint af. Það er hreinlega ekki nokkur minnsta hætta á því að blóðið úr mér spýtist út um allt. Miklu frekar mundi blóðgjöf gera mér gott. Það væri hollt og gott fyrir bankann að endurskoða þessar reglur og hann mundi þá endurheimta margan góðan gjafara.
Fækkun blóðgjafa áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alltaf verið að sussa á mann á bókasafninu
11.11.2013 | 08:01
En þessi klósett fyrir fatlaða eru alveg kjörin. Þau eru í fyrsta lagi nánast alltaf laus og svo er eins og starfsfólkið geri bara ráð fyrir því að það fylgi því stunur og vesen, þegar fatlaðir þurfa að nota þau.
Allavega varð aldrei nein truflun og fólki þótti það greinilega eðlilegt að það hefði verið aðstoðarmaður með í för. Alveg dásamlegt að hvíla sig aðeins frá bóklestri sagði parið, sem taldi líklegt að þau mundu kanna aðstæður fyrir fatlaða á bókasöfnum landsins næsta sumar.
Stunda kynlíf á salernum fyrir fatlaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 12.11.2013 kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fleiri og fleiri lesa ekki neitt
8.11.2013 | 10:28
Ég er steinhættur að skilja þessar kannanir varðandi lestur. Samkvæmt þeim er hreinlega erfitt að finna unga stráka sem lesa sér nokkuð til skemmtunar. Þeir pína sig til að lesa námsbækurnar og svo hljóta þeir nú að lesa skilaboð í símunum. Stelpurnar lesa aðeins meira sér til gamans.
Annars var það að koma í ljós að ungir foreldrar virðast kíkja á símann sinn á sex mínútna fresti að jafnaði og miklu sjaldnar á börnin sín. Börnunum er sagt að bíða, en síminn fær aldrei svoleiðis meðferð. Það er því lítill tími fyrir ungt fólk að lesa heilu rafbækurnar og vel skiljanlegt að útgáfan hérlendis fari hægt af stað. Svo getur nú líka vafist fyrir mörgum að pakka inn rafbókinni.
Annars er ég einn af þeim eldri, sem dýrka Kindle og á þar allar bækur Agötu Christie á ensku og ótrúlega margar bækur hennar á spænsku. Þetta tæki er algjör dýrgripur og fer með mér í öll ferðalög, en engin venjuleg bók.
Vonandi átta yfirvöld menntamála sig í tíma og ráðast í stórfellt átak til að hjálpa öllum þeim fjölda unglinga, sem í dag er illa læs eða nánast ólæs.
Fáar nýjar rafbækur um jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ljósmengun einu sinni, einu sinni enn
10.10.2013 | 08:24
Ár eftir ár kemur upp dekur við gamla konu og stjörnuhiminn er mengaður af ljóssúlu, sem nær óravegu upp til himins. Borgarstóri dressar sig upp í friðarpeysu og allt á þetta að vera voðalega flott, en er í raun ekki annað en hroðalegt snobb.
Ég hef aldrei skilið þessa ljósmengun og það pirrar mig að fá ekki að horfa á himininn héðan úr Grafarvoginum án þessa fyrirbæris.
Í guðanna bænum hættið þessu árlega snobbi og hættið að láta Orkuveituna greiða fúlgur fjár fyrir allt þetta ónauðsynlega ljós.
Mikill mannfjöldi fylgdist með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)